top of page

Saman gerum við heiminn að enn betri stað!

Fyrst og fremst erum við vinkonur sem eigum það samaneiginlegt að velja að takast á við lífið í meðvitund og taka lærdómnum sem Alheimurinn býður okkur hverju sinni.

​

Við höfum báðar farið í gegnum þerapíuna Lærðu að elska þig og síðan þá, tileinkað okkur fræðin sem hún byggir á, aflað okkur frekari þekkingar á sviði sjálfshjálpar og hjálpað fjölmörgum og stutt í sinni sjálfsvinnu.

JogB logo Ć­ lit.png

Björk Ben

9D Breathwork leiðbeinandi,

Kennari, þerapisti, dáleiðari og heilari

Mín ástríða í lífinu er að hjálpa fólki að tengjast sér, vera í meðvitund og skapa sér gott líf með því að vera í sátt við sjálfan sig. Ég tel að þannig gerum við heiminn að betri stað saman.

Ég er m.a. þerapisti, dáleiðari, heilari og námskeiðshaldari og hef m.a. haldið námskeiðið Vertu þú  - Þorðu að vera þú! með góðum árangri síðustu ár.

Í minni sjálfsvinnu hef ég lært allskonar sem ég hef svo nýtt mér til að takasta á við mitt eigið líf. Ég trúi því að það sé engin ein aðferð sem virki framar öðru í sjálfshjálp og er því mjög hrifin af því að nota allskonar sjálfsvinnuverkfæri í einu þegar farið er í gegnum sjálfsvinnu.

Þegar ég kynntist 9D Breatwork ferðalögunum varð ég því mjög ,,ástfangin“ af þeim og ákvað því að gerast leiðbeinandi til að styðja aðra í að upplifa þessi frábæru ferðalög, en þar eru einmitt allskonar heilunaraðferðir settar saman í yndislegt ferðalag. 

Þessi aðferðafræði hentar vel með því sem ég hef þegar tileinkað mér, en fyrir utan að vera dáleiðari er ég er einnig útskrifuð sem NLP leiðbeinandi, Yoga nidra leiðbeinandi, hugleiðslukennari og er að læra að verða Breathwork leiðbeinandi líka.

  • Facebook
  • Instagram

Jóhanna Ósk

Cacoa leiðbeinandi,

Þerapisti og heilari

Ég elska cacoa, það hefur fylgt mér á þessu ferðalagi frá 2020, hef bæði farið í margar cacoa serimoniur, drekk bolla á dag og hef lokið námskeiði þar sem ég lærði að leiða athafnir sjálf. Eitt það mest gefandi sem ég geri er að skapa rými og leiðbeina öðrum sem vilja njóta þess að sitja með sér í hjartanu með cacoa.

Ég hef mikinn áhuga á heilun í hvaða formi sem hún er í, hef sjálf farið í gegnum allskonar heilunar aðferðir og hafa þær allar gefið mér eitthvað sem þjónar mér í daglegu lífi. Nýjasta upplifunin er af 9D heilunarferðalögum sem er svo mögnuð að ég ákvað að læra að gerast leiðbeinandi í því til þess að styðja aðra í að upplifa hvað þetta er að gera fyrir okkur.

Ég útskrifaðist sem þerapisti frá þerapíu fræðunum, Lærðu að elska þig árið 2021, ég hef síðan þá verið að kenna þau fræði, og verið öðrum sá leiðarvísir sem ég fékk, árið 2019, þegar ég fór sjálf fyrst í gegnum þerapíuna til þess að finna mína leið að bættri heilsu og líðan.

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page