
HEILUNARFERÐALÖG
9D Breathwork
með Björk Ben og Jóhönnu Ósk

Hvað er Ferðalag í níu víddum
(e. 9D breathwork Journey)
_edited.png)
Ferðalag í níu víddum (9D) er samspil öndunar, dáleiðslu og tónlistar á mismunandi tíðni og í mismunandi hljóðbylgjum, sem er sérstaklega hannað til að ná til undirmeðvitundar okkar og losa okkur við ýmsa andlega kvilla sem sitja þar fastir.
Þú liggur á dýnu eins og þér finnst þægilegast, með heyrnatól og augngrímu og leiðsögnin sem þú heyrir í gegnum heyrnatólin, leiðir þig í gegnum ferðalagið. Hljóðblöndunin er einstök og þú upplifir að það sem gerist komi úr öllum áttum en ekki bara í sitthvort eyrað og því köllum við þetta ferðalag í níu víddum. Þú ert í litlum hópi þar sem hver og einn er á sínu eigin innra ferðalagi án truflana frá öðrum.
Þú þarft ekki að tala eða tjá þig á neinn hátt frekar en þú vilt á, meðan á ferðalaginu stendur, en ef þú finnur löngun til þess, getur þú öskrað, grátið og hlegið án þess að nokkur annar heyri í þér eða sjái þig.
Af hverju 9D ferðalag?
Þetta ferðalag er magnað heilunarferðalag þar sem þú hefur tækifæri til að:
-
Losa þig við neikvæðar tilfinningar
-
Losa þig við hugsanavillur og úrelta trú sem þú hefur á þér
-
Losa þig við neikvæða hegðun og vítahringi sem þú virðist ekki ráða við
-
Losa þig við streitu, ótta og kvíða sem þú hefur barist við lengi
-
Fyrirgefa þér og jafnvel öðrum ef þú þarft á því að halda
-
Tengjast þínu innra sjálfi og sál þinni
-
Upplifa frelsi og jákvæða orku
-
Upplifa betri líðan og kærleika
Reynslan af 9D ferðalagi
Þeir sem hafa farið í 9D ferðalag í hafa fundið fyrir eftirfarandi:
-
Persónuleg og andleg umbreyting til hins betra
-
Meiri innri frið og ánægju
-
Tengingu við Alheiminn eða eitthvað annað miklu stærra en heimurinn sem við búum í
-
Nýjan tilgang í sínu lífi
-
Þörf fyrir að tengjast sjálfri/-um sér betur og vaxa andlega
-
Að vera meira meðvituð manneskja og oftar í núvitund
-
Þörf fyrir að lifa meira gefandi og hamingjuríkara lífi og séð leiðir til þess
-
Að skilja betur lífið og tilveruna
9D ferðalög eru samsett úr mörgum heilunaraðferðum!
Öndunin
Á meðan á ferðalaginu stendur ert þú við stjórnina og með því að nota ákveðna öndunartækni (e.somantic breathing), opnar þú á að heilunin geti átt sér stað. Öndunin virkjar þann hluta taugakerfisins sem hjálpar þér að komast í tengingu við þitt innra sjálf og losa þig við það sem þú þarft að losa þig við eða komast í slökun sem er svo djúp að það er eins og þú sofir en ert samt vakandi.
Dáleiðslan
Þú ert í raun í svo mikilli slökun að þú ert komin í dáleiðsluástand, en þú ert enn við stjórnina, vakandi og ræður ferðinni, heldur áfram að anda á sama hátt og ert ótrúlega móttækileg/-ur fyrir því sem er sagt við þig á meðan á ferðalaginu stendur. Leiðsögnin sem þú færð á meðan á ferðalaginu stendur er byggð á NLP sem viðurkennd aðferð til að tala beint við undirmeðvitund þína og hafa góð áhrif á hana. Hreinsa burt hugsanavillur og setja inn uppbyggilegar möntrur og hugsanir í staðinn.
Tónlistin
Tónlistin og hljóðin sem þú heyrir á meðan á ferðalaginu stendur eru margskonar en eiga það sameignlegt að vera á ólíktri tíðni og bylgjulendum sem hafa sérstaklega góð áhrif á orkukerfi líkamans og hægja á huganum okkar og heilabylgjum. Þessi magnaða tónlist færir okkur vellíðan og heilunaráhrif og ýtir undir virkni dáleiðslunnar og önduninnar.
Leiðsögnin sjálf
Leiðsögnin í ferðalaginu sjálfu er á ensku og gefin af meistara Brian Kelly sem er aðalhöfundur 9D Breathwork ferðalaganna. En við Björk og Jóhanna munum vera með þér allan tímann á meðan á ferðalaginu stendur. Við munum fylgjast með þér og styðja þig allan tímann.
Áður en ferðalagið hefst munum við kenna þér öndunartæknina sem þú notar í ferðalaginu og hjálpa þér að koma þér fyrir og finna öryggi í rýminu.
Hvert ferðalag hefur ákveðið þema og ákveðið markmið. En öll hafa þau þó það markmið að hjálpa okkur að sleppa tökunum á því sem við þurfum ekki lengur og byggja okkur upp með jákvæðum og uppbyggilegum hætti.
Allir geta fundið fyrir jákvæðum og heilandi áhrifum af því að fara í níunda víddar ferðlag en þeir sem eru að eiga við eftirfarandi hafa fundist þau sérstaklega hjálpa sér:
Fíkn, streita, krónískt stress, PTSD, þunglyndi og kvíði, krónískir verkir, sorg og aðskilnaðarkvíði, áföll úr æsku, bældar tilfinningar, sambandserfiðleikar, fjárhagslegt óöryggi, að eyðileggja sífellt fyrir sjálfum/sjálfri sér, takmarkandi hugsanir, hugsanavillur, ótti og fóbíur.
Fyrirvari
Fyrirvari
Öndunartækni eins og við notumst við í ferðalögunum er flestum holl og til góðs ef iðkuð rétt. En því miður er ekki öllum óhætt að stunda þær í öllum tilfellum og við þurfum stundum að breyta tækninni sem notuð er til að tryggja þitt öryggi.
Ef eitthvað á eftirfarandi lista á við um þig, núna eða nýlega, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur áður en þú skráir þig í tímann til að tryggja að þú upplifir þig í öryggi þegar þú kemur í tímann:
-
Meðganga
-
Kvíðaköst
-
Taugaáföll
-
Hár eða óvenjulegur blóðþrýstingur
-
Hjartasjúkdómar
-
Æðasjúkdómar
-
Lungnasjúkdómar
-
Heilablóðföll
-
Flogaveiki eða aðrir taugasjúkdómar
-
Sterk lyfjameðferð
-
Alvarleg andleg veikindi
-
Beinþynning
ATH: Þessi listi er ekki tæmandi og við mælum almennt með því að ef þú ert ekki viss um að 9D ferðalag henti þér, að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar eða að þú leitir læknisráðgjafar áður en þú kemur í tímann.
Hér getur þú prófað 9D Breathwork
Settu á þig heyrnatól til að njóta sem best.