
HEILUNARFERÐALÖG
9D Breathwork
með Björk Ben og Jóhönnu Ósk

"Within the sacred space of the cacao ceremony, we sip the elixir of the heart, awakening to the wisdom within, and honoring the spirit of the cacao bean, the ancient plant medicine."
Hvað er Cacoa Serimónía?
(e.cacoa ceremony)
Með því að drekka hreint cacoa opnar þú hjartastöðina þína og myndar dýpri tengingu við sjálfa/-nn þig. Cacoa er heilandi og skapar ró og kærleiksríka orku.
Cacoa er hlaðið mikilvægum næringarefnum, þ.m.t. trefjum, protein, járn, magnesíum og mikið af anti-oxídantum. Það getur stuðlað að almennt góðri heilsu og vellíðan og hefur sérstakalega góð áhrif á hjartað, eykur blóðflæði og hefur einnig góð áhrif á húðina. Það er engin sykur í Cacoa því það er 100% hreint.
Ath. Áhrif cacao drykkju eru mjög einstaklingsbundin eins og getur verið með kaffi drykkju. Eins ef þú ert fastandi eða á mjög miklu hráfæði. Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti þurfa líka að gæta að því að taka ekki fullan skammt. Hafðu samband við okkur ef þetta á við um þig svo við getum tryggt þitt öryggi í tímanum.
Hvernig fer serimónía fram?
Það er stund þar sem fólk situr, iðulega í hring á yoga dýnum, þar sem Cacoa leiðbeinandi skapar rými til þess að njóta stundarinnar, drukkið er 100% Cacoa sem er bæði stútfullt af næringu og er flokkað undir superfæði, farið er í allskonar hugaræfingar, hugleiðslur og dansað.
Þetta er góð leið til þess að hvíla sig frá amstri dagsins, fyrir þau sem vilja öðlast innri ró og er hjarta opnandi.
Jóhanna Ósk - leiðbeinandi
,,Að drekka Cacoa bolla er fyrir mig heilun. Sú stund, hvenær dagsins sem er, er í senn nærandi, hjartaopnandi og veitir hugarró.
Andi Cacoa gyðjunnar streymir um mig og innra með mér fæðist bros á hjartað og sál. Ég finn fyrir dýpri tengingu við hjartað, ég finn að ef eitthvað er að hrjá mig, tilfinningar koma upp á yfirborðið, hugurinn skoppar á milli eins og api í trjánum að þá er Cacoa góð leið fyrir mig til þess að tengjast hjartanu sem er leiðin að innri ró sem verður til þess að leiðin að heilun lýsist upp, það er nefnilega í kyrrðinni sem við sjáum leiðina, þegar apinn er ekki lengur að skoppa fram og til baka, þegar tilfinningarnar eru viðurkenndar og fá áheyrn, þá sjáum við skýrar leiðina sem okkur er ætlað að feta.
Það eru margar aðferðir til sem hjálpa okkur að ná þessari tengingu við hjartað, cacoa er einungis ein þeirra, ég tengi við cacoa gyðjuna, þetta er heilög stund, þar sem ég tengi inná við, þar sem ég fer í hugleiðslu, sit með því sem er.
Skrifa niður það sem hjartað vill koma áleiðis, tek hugann frá og leyfi mér að vera í friði.
Draumur sem hefur fylgt mér frá því að ég kynntist Cacoa 2020 er að einn daginn myndi ég skapa rými fyrir aðra sem vilja kynnast Cacoa og upplifa þann kærleika sem fylgir því að vera laus frá huganum og vera í hjartanu."
