
HEILUNARFERÐALÖG
9D Breathwork
með Björk Ben og Jóhönnu Ósk


Frelsi frá innri sársauka
Ferðalag í níu víddum á ÍSLENSKU á Zoom
Service Description
Það skiptir ekki máli hvað það er sem er að angra þig andlega ef þú ert tilbúin að losa þig við þína innri vanlíðan er þessi tími fyrir þig. Í tímanum færð þú tækifæri til að sleppa tökunum á á föstum tilfinningum og hugsanavillum sem þú hefur burðast með jafnvel frá barnæsku og endurforritað hugann með jákvæðari og uppbyggilegri hugsunum sem stuðla að jákvæðari tilfinningum og betri líðan. Þetta ferðalag ýtir undir andlegan vöxt þinn og tilfinningalegann þroska og er frábært ferðalag til að byrja á ef þú hefur ekki prófað 9D ferðalög áður. Ferðalagið er byggt á vinsælasta 9D ferðlaginu (e.Letting go and forgive) sem Brian Kelly er höfundur að. Björk Ben hefur fært það yfir á íslensku og breytt textanum og tónlistin til að gera ferðalagið enn öflugra fyrir þig sem hugsar á íslensku. Lengd: 1:20 Tungumál: Íslenska Búnaður: Góð heyrnatól, vatnsflaska, (augngríma ef vilt) Undirbúningur: Vera búin að pissa og ekki vera nýbúin að borða eða vera á fastandi maga. Slökkva á snjalltækjum og taka af sér snjallúr sem senda frá sér boð eða víbring. Aðstaða: Þú kemur þér þægilega fyrir heima hjá þér þar sem þú getur legið og engin truflun er á meðan á tímanum stendur. Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi: 1. Frelsi frá fortíðinni og áhrifum hennar sem aftrar viðkomandi frá því að þora að líða vel og lifa góðu lífi. 2. Losnað við líkamlega og andlega vanlíðan og upplifað léttir og opnun. 3. Að geta fyrirgefið sjálfum sér, elskað sig meira og samþykkt. Eignast þannig betra samband við sjálfan sig og aðra. 4. Jafnvægi og og innri styrk sem hjálpar til að takast á við áskoranir í lífinu með meiri yfirvegun. 5. Innri ró og frið sem stuðlar að betra lífi á allan hátt. 6. Andlegan þroska og vöxt með því að sleppa tökunum og opna þannig á meira rými fyrir nýja möguleika sem auka lífsfyllingu. Fyrirvari Öndunartækni eins og við notumst við í ferðalögunum er flestum holl og til góðs ef iðkuð rétt. En því miður er ekki öllum óhætt að stunda þær í öllum tilfellum og við þurfum stundum að breyta tækninni sem notuð er til að tryggja þitt öryggi Ef eitthvað á eftirfarandi lista á við um þig, núna eða nýlega, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur áður en þú skráir þig í tímann til að tryggja að þú upplifir þig í öryggi þegar þú kemur í tímann: Meðganga, kvíðaköst, taugaáföll, hár eða óvenjulegur blóðþrýstingur, hjartasjúkdómar, æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, heilablóðföll, flogaveiki eða aðrir taugasjúkdómar, sterk lyfjameðferð, alvarleg andleg veikindi
















Næstu tímar
Afbókunar skilmálar
Fyrir skilmála um bókun, sjá https://www.9djourneys.com/terms