top of page

Í boði í gegnum netið

Heilaðu þitt innra barn

9D Ferðalag á íslensku í gegnum netið

5,900 Icelandic krónur
á Zoom

Service Description

Þetta ferðalag fer fram í gegnum Zoom. Þetta ferðalag er sérstaklega ætlað til að hjálpa þér að tengjast þínu innra barni og heila það. Fyrir hvern? Þetta ferðalag fyrir þá sem vilja heila sjálfan sig og þá sérstaklega þá hluta af sér sem þeim finnst hafa verið að eiga við síðan voru börn. Þetta er mjúkt og áhrifaríkt ferðalag sem bíður upp að sjá sjálfan sig loksins sem heila manneskju sem er samkvæm sjálfum sér en ekki í bútum sem virðast hafa sjálfstætt líf. Þetta ferðalag er fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við skugga sína og taka þann andlega þroska sem þarf til að komast frá áföllum í æsku eða öðrum neikvæðum áhrifum frá barnæskunni. Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi: Að tengjast sjálfum sér, sínu innra barni og skilja það betur og heila þann hluta af sér. Að finnast það vera meira heila manneskja sem er samkvæm sjálfum sér. Að finna meira öryggi í lífinu. Að finna meiri samkennd og ást gagnvart sjálfum sér. Lengd ferðalags: 1:20:00 Tungumál: Íslenska Búnaður: Góð heyrnatól, vatnsflaska, (augngríma ef vilt) Undirbúningur: Vera búin að pissa og ekki vera nýbúin að borða eða vera á fastandi maga. Slökkva á snjalltækjum og taka af sér snjallúr sem senda frá sér boð eða víbring. Aðstaða: Þú kemur þér þægilega fyrir heima hjá þér þar sem þú getur legið og engin truflun er á meðan á tímanum stendur. Fyrirvari Öndunartækni eins og við notumst við í ferðalögunum er flestum holl og til góðs ef iðkuð rétt. En því miður er ekki öllum óhætt að stunda þær í öllum tilfellum og við þurfum stundum að breyta tækninni sem notuð er til að tryggja þitt öryggi Ef eitthvað á eftirfarandi lista á við um þig, núna eða nýlega, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur áður en þú skráir þig í tímann til að tryggja að þú upplifir þig í öryggi þegar þú kemur í tímann: Meðganga, kvíðaköst, taugaáföll, hár eða óvenjulegur blóðþrýstingur, hjartasjúkdómar, æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, heilablóðföll, flogaveiki eða aðrir taugasjúkdómar, sterk lyfjameðferð, alvarleg andleg veikindi


Næstu tímar


Afbókunar skilmálar

Fyrir skilmála um bókun, sjá https://www.9djourneys.com/terms

bottom of page