
HEILUNARFERÐALÖG
9D Breathwork
með Björk Ben og Jóhönnu Ósk

Björk Ben
Sjálfshjálparkennari, heilari, dáleiðari og hugleiðslukennari, Yoga Nidra kennari og öndunarþjálfari (e.breathwork coach)
Mín ástríða í lífinu er að hjálpa fólki að tengjast sér, vera í meðvitund og skapa sér gott líf með því að vera í sátt við sjálfan sig. Ég tel að þannig gerum við heiminn að betri stað saman.
Ég er öndunarþjálfi, þerapisti, dáleiðari, heilari og námskeiðshaldari og hef m.a. haldið námskeiðið Vertu þú - Þorðu að vera þú! með góðum árangri síðustu ár og gefið út hugleiðslur svo eitthvað sé nefnt.
Í minni sjálfsvinnu hef ég lært allskonar sem ég hef svo nýtt mér til að takasta á við mitt eigið líf. Ég trúi því að það sé engin ein aðferð sem virki framar öðru í sjálfshjálp og er því mjög hrifin af því að nota allskonar sjálfsvinnuverkfæri í einu þegar farið er í gegnum sjálfsvinnu.
Þegar ég kynntist 9D Breatwork ferðalögunum varð ég því mjög ,,ástfangin“ af þeim og ákvað því að gerast leiðbeinandi til að styðja aðra í að upplifa þessi frábæru ferðalög, en þar eru einmitt allskonar heilunaraðferðir settar saman í yndislegt ferðalag.
Þessi aðferðafræði hentar vel með því sem ég hef þegar tileinkað mér.


Ummæli
Björk hefur einstaka nærveru og hefur veitt mér ómetanlegan stuðning í minni sjálfsvinnu. Ég vissi ekki hvað ég vildi í lífinu og ég var að berjast við meðvirkni og að vera ekki nóg. En með hverjum tímanum sem ég hitti Björk fann ég hvernig vinnan skilaði sér mér fór að líða betur, treysta meira á mig og kynnist mér betur. Ég hef meira sjálfstraust en áður og ég skil betur hvernig heimurinn virkar ef svo má segja. Takk fyrir mig! - Gugga