top of page

Jóhanna Ósk

Sjálfshjálparkennari, heilari og kakóleiðbeinandi

Ég elska cacoa, það hefur fylgt mér á þessu ferðalagi frá 2020, hef bæði farið í margar cacoa serimoniur, drekk bolla á dag og hef lokið námskeiði þar sem ég lærði að leiða athafnir sjálf. Eitt það mest gefandi sem ég geri er að skapa rými og leiðbeina öðrum sem vilja njóta þess að sitja með sér í hjartanu með cacoa.

Ég hef mikinn áhuga á heilun í hvaða formi sem hún er í, hef sjálf farið í gegnum allskonar heilunar aðferðir og hafa þær allar gefið mér eitthvað sem þjónar mér í daglegu lífi. Nýjasta upplifunin er af 9D heilunarferðalögum sem er svo mögnuð að ég ákvað að læra að gerast leiðbeinandi í því til þess að styðja aðra í að upplifa hvað þetta er að gera fyrir okkur.

Ég útskrifaðist sem þerapisti frá þerapíu fræðunum, Lærðu að elska þig árið 2021, ég hef síðan þá verið að kenna þau fræði, og verið öðrum sá leiðarvísir sem ég fékk, árið 2019, þegar ég fór sjálf fyrst í gegnum þerapíuna til þess að finna mína leið að bættri heilsu og líðan.

Jóhanna Ósk
Jóhanna Ósk
Ummæli

Jóhanna er algjörlega æðisleg. Auðmjúk og vekur mann oft til umhugsunar.  

-


Ef þú vilt vakna dýpra þá er þetta vegferð fyrir þig. Jóhanna kemur til dyrana eins og hún er klædd, berskjölduð, full af samkennd, visku og kærleika.   

-


Í Þerapíu hjá henni hef ég fengið verkfæri til að hlusta á sjálfið, lært að elskað mig á öllum lífsskeiðum og öðlast áfallaþroska.

-


Þetta er vinna sem er oft ekki auðveld en með hennar góðu leiðsögn hef ég fundið gjafir sem felast í djúpri sjálfsvinnu. 

-


Jóhanna er falleg sál sem hefur fundið sinn tilgang í að aðstoða aðra að komast nær sér. Fyrir okkar vegferð verð ég henni ævinlega þakklát.

-


Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vinna með Jóhönnu í Lærðu að Elska sjálfan þig. Þegar ég byrjaði var ég mikið í neikvæðum hugsunum sem spiluðu stanslaust í huganum og gerði lífið erfitt og svartsýnnt. Hjá henni lærði ég að stoppa þennan vana og lærði að skipta fljótt yfir í jákvæðar hugsanir sem breyttu daglega lífinu hjá mér í gleði og bjartsýni og færði mér þar með innri ró sem ég hafði hingað til ekki átt. Jóhanna er svo skilningsrík og hún dæmir ekkert sem þú segir henni, heldur opnar hún hjartað sitt og hlustar á þig. 

Þessi tími með Jóhönnu var ómetanlegur og yndislegur fyrir mig.  

- Auður

bottom of page